Atli Rafn semur við Ægi

Þær fréttir berast nú úr herbúðum Ægis að Atli Rafn Guðbjartsson hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Atli Rafn er uppalinn hjá Ægi og var öflugur leikmaður tímabilin 2019 og 2020. Hann fór svo til Selfoss og lék með þeim sumarið 2021 en eftir krossbandsslit þurfti hann að hvíla sumarið 2022.

Atli Rafn er nú kominn á gott ról og hyggst ljá uppeldisfélagi sínu krafta sína næstu tvö árin.