Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið í mars fyrir 16 ára og eldri.
Lögð verður áhersla á karaktersköpun og þar með grunnatriði í leiklist eins og radd- og líkamsbeitingu. Leiðin að karaktersköpuninni verður unnin með æfingum úti á gólfi og í gegnum spuna.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Rakel Ýr Stefánsdóttir leikkona og leikstjóri.
Námskeiðið fer fram í Litla leikhúsinu við Sigtún á miðvikudögum og fimmtudögum, alls fjögur skipti. Miðvikudaginn 8. mars kl. 19:00-21:30, fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00-21:30, miðvikudaginn 15. mars kl. 19:00-21:30 og fimmtudaginn 16. mars kl. 19:00-21:30.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að leika til að mæta hvort sem þú ert að koma í fyrsta skipti eða ert með mikla reynslu.
Námskeiðsverð er 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir félaga hjá Leikfélagi Selfoss.
Skráning er á leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is
Hlökkum til að sjá þig,
Leikfélag Selfoss