Hamar-Þór lagði Tindastól í Hveragerði

Hamar-Þór fékk Tindastól í heimsókn á heimavelli sínum í Hveragerði í gærkvöld. Lokatölur urðu 90-71 Hamri-Þór í vil.

Jenna Mastellone átti frábæran leik og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Emma Hrönn Hákonardóttir skoraði 17 stig, átti 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir var með 13 stig og 11 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir skoraði 6 stig, Valdís Una Guðmannsdóttir 5 stig, Þóra Auðunsdóttir 4 stig og átti 10 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4 stig, Yvette Adriaans 3 stig og 12 fráköst, Helga María Janusdóttir 3 stig og Anna Katrín Víðisdóttir 2 stig.

Hamar-Þór er í 5. sæti 1. deildar kvenna með 22 stig en Tindastóll er í 8. sæti með 8 stig.