Tap eftir æsilegan endasprett

körfubolti

Þór Akureyri lagði Hamar-Þór í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan í hálfleik var 50-28 fyrir Þór og þrátt fyrir góðan endasprett náðu sunnlensku stelpurnar ekki sigri þótt litlu hefði mátt muna en staðan var 72-72 þegar aðeins tæp mínúta var eftir af leiktíma. Lokatölur urðu 74-72 fyrir Þór Akureyri.

Stigahæst hjá Hamri-Þór var Jenna Mastellone með 23 stig og Yvette Adriaans skoraði 19 stig.

Hamar-Þór er nú í 5. sæti með 20 stig en Þór Akureyri situr á toppnum með 32 stig.