Þór og Valur mættust í 2. leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Subway deildarinnar í gærkvöld. Þór vann sanngjarnan sigur 92-83 og eru því búnir að ýta Völsurum þétt upp við vegg.
Þórsarar tóku forystuna strax í upphafi leiks og settu niður fjóra þrista í röð. Valsmenn náðu að hanga í skottinu á þeim á tímabili og komust yfir rétt fyrir lok fyrsta leikhluta en það dugði ekki til og Þórsarar jöfnuðu og var staðan 28-28 í lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta léku okkar menn á als oddi og nýttu skotin sín vel, settu meðal annars niður 11 þrista og var staðan í hálfleik 56-51 Þórsurum í vil.
Valsmenn misstu hreinlega móðinn í seinni hálfleik en Þórsarar sóttu vel og vörðust vel og munurinn varð mest 17 stig. Lokaniðurstaðan 9 stiga sigur Þórsara.
Staðan í einvíginu er því 2-0 og með sigri í næsta leik geta Þórsarar tryggt sér sæti í úrslitum.
Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur með 23 stig og 7 fráköst og Jordan Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og 9 stoðsendingar.
Næsti leikur verður í Origo höllinni fimmtudaginn 27. apríl og hefst leikurinn kl. 19:15. Nú er lag að storma í bæinn og sýna Valsmönnum hvernig alvöru stuðningsmenn gera þetta! Upp með sópinn!