Stóri plokkdagurinn er 30. apríl

Sveitarfélagið Ölfus hvetur íbúa til að taka þátt í stóra plokkdeginum sunnudaginn 30 april nk.

Í Þorlákshöfn verður gámur staðsettur á malarplaninu við Brynjólfsbúð eins og áður.

Í dreifbýlinu verða gámar við Læk og Sunnuhvol.

  • Í hann má allt fara en reynum eftir fremsta megni að flokka í hann. Sem sagt setja timbur sér, járn sér, plastpokana sér og aðra grófa hluti sér. Pössum að létt rusl fjúki ekki.
  • Gámarnir verða teknir og losaðir á þriðjudaginn.

Afhverju er það að plokka frábær hugmynd?

  • frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • einstaklingsmiðað
  • hver á sínum hraða
  • hver ræður sínum tíma
  • frábært fyrir umhverfið
  • fegrar nærsamfélagið
  • öðrum góð fyrirmynd

Nánari upplýsingar um Stóra plokkdaginn á Facebook

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Stofna viðburð í eigin hverfi eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Sveitarfélagið Ölfus