Vængbrotnir Þórsarar í Valsheimilinu

körfubolti

Þórsarar þurftu að láta í minni pokann gegn Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway deildarinnar í kvöld en Valur sigraði 91-65. Þórsarar mættu til leiks án Vincent Shahid sem er veikur og snemma í leiknum fór Jordan Semple meiddur af velli.

Valsarar lögðu snemma línurnar í leiknum en okkar menn sýndu góða baráttu og ungir leikmenn fengu að spreyta sig.

Stigahæstur Þórsara var Fotios Lampropolous með 15 stig. Emil Karel Einarsson og Tómas Valur Þrastarson skoruðu 9 stig, Styrmir Snær Þrastarson var með 8 stig, Tristan Rafn Ottósson með 7 stig, Arnór Bjarki Eyþórsson með 6 stig, Davíð Arnar Ágústsson með 5 stig og Styrmir Þorbjörnsson og Magnús Breki Þórðarson skoruðu 3 stig hvor.

Staðan er því orðin 2-1 í seríunni og fer næsti leikur fram sunnudaginn 30. apríl í Icelandic Glacial höllinni kl. 19:15. Nú er bara að krossleggja putta og vona að Semple og Shahid verði heilir á sunnudag.