Leikskólinn fær útikennslutösku í gjöf

Útskriftarárgangur leikskólans Bergheima færði leikskólanum kveðjugjöf í gær. Gjöfin var útikennslutaska full af námsefni og efnivið til að nýta í útikennslu. Í töskunni var m.a. skordýrasmásjár og skordýragildra, ýmis bönd og klippur til að föndra í náttúrunni. Einnig voru ýmis spil s.s. blómaspil, fuglaspil, rímspil og samstæðuspil sem hægt er að nýta í útikennslunni. Taskan er á hjólum og það er því auðvelt og aðgengilegt fyrir kennarana að grípa hana með og fara á vit ævintýranna í Þorlákshöfn.

Með þessari gjöf vildu börnin í 2017 árganginum þakka fyrir leikskólagöngu sína og vona að gjöfin nýtist leikskólanum vel.

Á hópmyndinni er hluti af börnunum úr 2017 árganginum, Helena leikskólastýra og fulltrúar úr foreldrahóp barnanna.