Hamingjan við hafið hefst í dag

Dagskrá Hamingjunnar við hafið hefst í dag á því að Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt í Skrúðgarðinum kl. 16. Aðgangur er ókeypis og er sýningin styrkt af Kvenfélagi Þorlákshafnar líkt og síðustu ár.

Í kvöld kl. 19:30 verða svo Boltaþrautir hverfanna á skólalóðinni þar sem keppt verður í nokkrum þrautum með körfubolta og fótbolta.

Nánari upplýsingar um viðburði Hamingjunnar við hafið má finna á viðburðinum Hamingjan við hafið á Facebook og á Instagram.