Jólasveinarnir koma í Þorlákshöfn á sunnudaginn

Sunnudaginn 17. desember ætla nokkrir hressir jólasveinar að koma í bíltúr til Þorlákshafnar að hitta börnin og fjölskyldur þeirra. Þeir verða á rúntinum um bæinn frá kl. 16 og á meðfylgjandi korti má sjá hvaða leið þeir munu fara. Heyrst hefur að mamma þeirra, sjálf Grýla gamla verið jafnvel með í för og mögulega verður eitthvað spennandi í pokunum þeirra handa góðum börnum. Tökum vel á móti sveinunum á sunnudaginn. Þeir eru mjög spenntir að hitta ykkur.