Fiskeldisskóli unga fólksins

Fiskeldisskóli unga fólksins verður í fyrsta sinn í Þorlákshöfn nú í sumar. Kennt verður vikuna 22-25. júlí. frá kl 8:00-12:00 og fer kennsla fram í grunnskólanum.

Þetta er samvinnuverkefni vinnuskóla sveitarfélaga,  fyrirtækja í fiskeldi, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Bridges.

Háskólinn á Akureyri er, ásamt fleiri skólastofnunum og fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi, aðili að Evrópusamstarfsverkefninu Bridges. Nafn verkefnisins stendur fyrir Blue Region Initiative for Developing Growth, Employability and Skills in The Farming of fin-fish og er verkefnið styrkt af Erasmus, menntaáætlun Evrópusambandsins.

Markmið verkefnisins er, í stuttu máli, að stuðla að því að menntastofnanir á sviði fiskeldis muni gegna lykilhlutverki sem nokkurs konar miðstöðvar þekkingar, færni, nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi á heimsmælikvarða.

Bridges verkefnið er til fjögurra ára, það hófst í nóvember árið 2020 og lýkur árið 2024. Styrkurinn sem fékkst til verkefnisins er sá stærsti sem Erasmus hefur veitt til þessa skólastigs á norðurlöndunum og er á meðal stærstu styrkja sem veittir hafa verið innan þess hluta menntaáætlunarinnar sem kallast Centers of Vocational Excellence, og mætti útleggja á íslensku sem Miðstöðvar framúrskarandi starfsnáms.

Eitt af meginmarkmiðum Bridges verkefnisins er að stuðla að auknum tengslum starfsmenntunar við iðnaðinn, meðal annars með kortlagningu þekkingar, hæfni og þarfa, sem aftur stuðlar að auknum gæðum og skilvirkni starfsnámsins. Í því samhengi er unnið að endurskoðun og frekari uppbyggingu verknáms við deildar Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Fisktækniskólinn. Í því samhengi má nefna aukning á námslínur og vettfangsferðir tengt fiskeldi, nýtingu auðlinda og sjávar- og vatnalíffræði. Fiskeldi er í gífurlegum vexti hér á landi þessi misserin og þörfin fyrir fólk með þekkingu á því sviði hefur því aldrei verið meiri. Tækniþróunin er hröð og kröfur um gæði og sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykst í takt við tíðarandann. Markmið Bridges-teymið er að aðstoða í brúa bilið í takt við nýjar áherslur.

Samtakta áætlun Bridges er fiskeldisskólanum ætlað að fræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára um fiskeldi og tengdum greinum.

Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu á fiskeldi. Að auki, benda nemendum á þá menntunarmöguleika tengdum eldi sem þeim bjóðast í framhalds- og háskólum. Fiskeldisskólinn er jafnframt hugsaður sem tól til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð.

Kennsla fer þannig fram að tveir útskrifaðir nemendur úr sjávarútvegsfræði Háskólans á Akureyri sjá um kennslu, það verða fyrirlestrar,  farið  í heimsókn í fiskeldisfyrirtæki, gestafyrirlesarar úr fyrirtækjum á svæðinu.