Skammdegishátíðin Þollóween var sett með pompi og prakt kl. 17:30 í dag. Dansarar sýndu hrekkjavökudans undir stjórn Önnu Berglindar Júlídóttur og skólakórarnir sungu nokkur lög undir stjórn Örnu Daggar Sturludóttur við undirleik Gests Áskelssonar. Fjölmenni var á viðburðinum og mikil stemning meðal viðstaddra.
Þollóweennornirnar voru með markað þar sem ýmis varningur var til sölu, s.s. fjölnota taupokar og buff með Þollóweenlogoinu og skilti sem nornin Erla Dan hannaði og málaði. Skiltin er hægt að nota til að merkja húsin sín fyrir Grikk eða gott sem fram fer á föstudaginn 1. nóvember milli kl. 17 og 19. Enn eru til nokkur skilti sem og pokar og buff.
Nornirnar verða með þennan varning til sölu í íþróttamiðstöðinni á miðvikudaginn þegar Ónotalega sundstundin verður í gangi milli kl. 19:30 og 21:00. Einnig verður þá hægt að kaupa miða á Nornaþingið.
Draugagarðurinn verður opinn alla vikuna og það kostar ekkert inn. Hér fyrir neðan má sjá bingóspjöld til að taka með í garðinn og leita að furðuverum í garðinum.
Hafnarfréttir óska öllum hryllilega góðrar hátíðar!