Gamalt og gott að þessu sinni er stórskemmtileg lítil frétt sem birtist á forsíðu Tímans 24. mars(z) árið 1949.
Þrír opnir bátar róa frá Þorlákshöfn í vetur
Frá Þorlákshöfn eru í vetur gerðir út þrír opnir vélbátar og hafa þeir aflað vel, þegar á sjó hefir gefið, eða allt að 16 skippundum í róðri, þegar afli hefir verið mestur. Undanfarna daga hefir verið róið á hverjum degi, nema í fyrra dag, en þá var landlega vegna stirðrar veðráttu.
Í vetur hafa Þorlákshafnarbátarnir orðið að sækja heldur lengra á mið, en til dæmis í fyrra, en þá þurfti oft ekki að sækja nema örstutt til að fá góðan afla. Allir Þorlákshafnarbátarnir róa með net.
Einn aðkomubátur, úr Reykjavík byrjaði róðra frá Þorlákshöfn, en er nú hættur.