Ægismenn heimsækja Nesið

Knattspyrnufélagið ÆgirÍ dag fer fram 19.umferð í 2.deild karla. Ægir spilar þá á Seltjarnarnesi við Gróttu og hefst leikurinn klukkan 18:00.

Fyrri viðureign þessarra liða endaði á þann veg að Grótta sigraði 3-0, á Þorlákshafnarvelli í júní mánuði. Þá skoraði Grótta öll sín mörk á 7 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks.

Strákarnir eru staðráðnir í að gera betur í þetta skiptið og eftir stórsigur í síðasta leik, 5-1 gegn Sindra eru okkar menn til alls líklegir.

Fyrir leikinn er Ægir í 9.sæti með 20 stig og Grótta í 5.sæti með 28 stig og á enn veika möguleika á sæti í 1.deild að ári.

Með sigri komast Ægismenn nær því að tryggja sæti sitt í deildinni, en þeir eru 7 stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af íslandsmótinu.