Svavar Berg fer með landsliðinu til Skotlands

Mynd / UMFS
Mynd / UMFS

Þorlákshafnarbúinn Svavar Berg Jóhannsson var valinn í U19 landsliðshóp Íslands sem mætir Skotum í tveimur vináttuleikjum í næstu viku. Svavar Berg er átján ára og spilar í dag fyrir lið Selfoss en hann spilaði fyrir Ægi á sínum yngri árum.

Svavar Berg hefur leikið þrjá leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og sex leiki með U17 ára liðinu.

Leikirnir hjá landsliðinu fara fram 3. og 5. september og fara þeir fram á Forthbank Stadium í Sterling.