Allt lítur út fyrir að Þorlákshafnarbúar fái gott veður um helgina þegar Hafnardagar verða haldnir í bæjarfélaginu.
Samkvæmt norsku veðurstofunni YR.no verður bjart í veðri og lítill vindur alla helgina.
Í dag, föstudag, á að vera léttskýjað, hiti í kringum 15 gráður og vindur 2-4 metrar á sekúndu.
Á morgun, laugardag, er næstum sama spá og í dag nema að Norsarinn vill meina að það verði heiðskírt, sem er bara frábært.
Á sunnudag spá þeir einnig heiðskíru, 15 gráðum og litlum vind.
Allir ættu því að geta notið þeirra frábæru dagskrár sem í boði er á Hafnardögum í Þorlákshöfn.