Frábær þáttaka var á Minningarmótinu um Gunnar Jón Guðmundsson sem fram fór á Þorláksvelli á sunnudaginn.
74 kylfingar tóku þátt úr klúbbum víðsvegar af landinu og skemmtu þeir sér stórvel í góðu veðri á glæsilegum golfvellinum í Þorlákshöfn.
Feðgarnir Willy Blumenstein Valdimarsson og Sigurður Bjarki Blumenstein sigruðu mótið á ótrúlegu skori, 56 höggum nettó.
Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins.
- Feðgar á flugi – 56 högg nettó (Willy Blumenstein Valdimarsson, Sigurður Bjarki Blumenstein)
- Fergusynir – 62 högg nettó (Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, Ástmundur Sigmarsson)
- Poolarar – 63 högg nettó (Hilmir Guðlaugsson, Gunnar Marel Einarsson)
Lengsta teighögg á 17. braut: Willy Blumenstein Valdimarsson
Næst holu á 2. braut: Sigurður R. Óttarsson (2,91m)
Næst holu á 7. braut: Óskar Gíslason (0,52m)
Næst holu á 10. braut: Sigurður Bjarki Blumenstein (0,79m)
Næst holu á 12. braut: Sigurður Bjarki Blumenstein (2,68m)
Næst holu á 15. braut: Einar Örn Jónsson (2,54m)