Hræðilegt slys varð á Selfossi í byrjun vikunnar þegar Ágústa Arna féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð skrifstofuhúsnæðis í bænum. Búið er að stofna styrktarreikning í hennar nafni til að létta undir með Ágústu og hennar fjölskyldu.
Ágústa lamaðist við fallið sem var rúmir sex metrar og þykir kraftaverk að hún hafi lifað fallið af. Hún er í dag lömuð frá brjósti en mænan skaddaðist mjög mikið. Þá höfuðkúpubrotnaði hún, kinnbeinsbrotnaði og hlaut slæmt hryggbrot.
Ágústa er komin úr öndunarvél og getur tjáð sig við fjölskyldu sína sem er hjá henni öllum stundum.
Framundan er löng og erfið andleg og líkamleg barátta hjá Ágústu og mun hún einnig reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið.
Margt smátt gerir eitt stórt og því hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ágústu Örnu til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan er. Reikningsnúmerið er 0325-13-110203 og er kennitala hennar 270486-3209.