Sæunn veiddi tvo mannætuhákarla á þremur dögum

blahafur_saeunnBáturinn Sæunn Sæmundsdóttir ÁR-60 hefur fengið tvo bláháfi á línuna hjá sér á síðastliðnum þremur dögum þar sem báturinn var á veiðum út á Bakka. Hreint út sagt ótrúleg tilviljun.

Bláháfurinn er meðal tíu hættulegustu hákarla í heiminum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá International Shark Attack File eru 38 árásir bláháfa á menn staðfestar, þar af 4 banvænar.

Bláháfur er stór uppsjávarhákarl og er hann meðal hraðskreiðustu fiska en vísindamenn hafa mælt hraða hans á allt að 35 km. á klukkustund. Þó vilja sumir meina að bláhafurinn geti náð yfir 90 km. á klukkustund á stuttum kafla.

Heimild: Vísindavefurinn