Hendur í höfn að flytja í Rásarhúsið

hendur í höfn RásBæjarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Hendur í höfn um uppbyggingu ferðaþjónustutengdrar starfsemi í Rásarhúsinu að Selvogsbraut 4.

Í byrjun árs festi sveitarfélagið kaup á húsnæðinu og um miðjan mars óskaði bæjarstjórn eftir hugmyndum um hvernig hægt væri að nýta húsið. Nokkrar umsóknir bárust og eins og fyrr segir var ákveðið að ganga til samningaviðræðna við Hendur í höfn.

Eftir að samningaviðræður við Hendur í höfn hófust hafa tvö erindi borist vegna húsnæðisins. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að ekki verði tekin afstaða til þessara erinda né annarra sem síðar kunna að berast fyrr en niðurstaða er fengin í samningaviðræðum við Hendur í höfn.