Stelpurnar í 5. flokki taplausar á Íslandsmótinu í sumar

5flokkur_aegirhamar02Stelpurnar í 5. flokki Ægis/Hamars í fótbolta gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn riðil með glæsibrag á Íslandsmótinu í sumar. Þær enduðu í efsta sæti með 11 sigra, 1 jafntefli og ekkert tap. Geri aðrir betur!

Þá fóru þær einnig á Símamótið í sumar þar sem þær stóðu sig mjög vel.

Kjarninn í liðinu eru stelpur úr Þorlákshöfn og því greinilegt að framtíðin er björt í kvennaboltanum í höfninni.