Félagsmiðstöðin Svítan að koma úr sumarfríi

SvítanMánudaginn 5. september nk. mun Félagsmiðstöðin Svítan opna eftir gott sumarfrí.

Opið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 19:30-22:00 fyrir 8.-10. bekk. Einnig verður opið fyrir 6.-7. bekk á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00-19:00.

Strax í fyrstu vikunni verður kosið í unglingaráð Svítunnar en það sér um að skipuleggja dagskrá vetrarins í samvinnu við starfsmenn Svítunnar. Áhugasöm ungmenni eru hvött til að bjóða sig fram í ráðið.