Félagarnir Ari Eldjárn og Björn Bragi eru á ferð um landið og mæta til Þorlákshafnar í kvöld þar sem þeir verða með uppistand í Versölum kl. 21.
Ari og Björn eru báðir meðlimir í uppistandshópnum Mið-Ísland en sýningar þeirra félaga í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi og hleypur sýningafjöldinn á hundruðum og gestafjöldinn á tugum þúsunda.
„Á tæpasta vaði“ er tveggja klukkustunda uppistandssýning þar sem þeir félagarnir skiptast á að flytja lengra uppistand en venjulega, um allt milli himins og jarðar.
Ekkert aldurstakmark er á sýninguna, en sum efnistök eru ekki við hæfi ungra barna.
Eftir uppistandið mun trúbadorinn Grétar frá Sólvangi spila langt fram eftir kvöldi en það er Knattspyrnufélagið Ægir sem heldur utan um það ásamt sölu drykkja um kvöldið.