Ægismenn töpuðu 0-3 fyrir KF í 3. deildinni í knattspyrnu í dag. Mörkin öll komu á 13 mínútna kafla.
Allt stefndi í markalausan fyrri hálfleik en gestirnir komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 43.mínútu. Einungis tveimur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til hálfleiks.
Gestirnir að norðan voru ákveðnir og pressuðu hátt á Ægismennina. Á 56.mínútu fengu gestirnir hornspyrnu og skoruðu þeir úr henni. Ægismenn reyndu að sækja eftir þetta en það gekk frekar erfiðlega að brjóta niður skipulagða vörn KF. Leiknum lauk með 0-3 sigri KF.
Ægismenn sitja núna í 7. sæti deildarinnar með 7 stig einungis 2 stigum frá fallsæti. Ægir á næsta leik á móti KFG á Þorlákshafnarvelli laugardaginn næsta 15. júlí.