Hæstu meðalfjármagnstekjur á landinu voru í Sveitarfélaginu Ölfusi árið 2016 en þær voru um 2,3 milljónir króna á árinu. Þar á eftir komu Seltjarnarnes, Dalabyggð og Hornafjörður en þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út 12. október sl.
„Meðalfjármagnstekjur á landinu öllu á árinu 2016 voru rúm hálf milljón þannig að það er augljóslega mikil dreifing á því hversu háar fjármagnstekjurnar eru. Sé litið á hlutfall fjármagnstekna af heildartekjum sést greinilega að stærð viðkomandi sveitarfélaga hefur mikil áhrif. Í Ölfusi og Dalabyggð voru fjármagnstekjur þannig í kringum 30% heildartekna á meðan hlutfallið fyrir landið allt var um 9%.“