Opinn fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins

Í dag, miðvikudaginn 18. október, fer fram opinn fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í húsnæði ferðaþjónustufyrirtækisins Black Beach Tours að Hafnarskeið, 17 í Þorlákshöfn kl. 17:30.

Átta efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa boðað komu sína, þau Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Kristín Traustadóttir, varaþingmaður, Hólmfríður Erna Kjartansdóttir, varaþingmaður, Ísak Ernir Kristinsson, varaþingmaður og heimamaðurinn Brynjólfur Magnússon, varaþingmaður.

Frambjóðendur munu ræða um málefni Þorlákshafnar, Suðurkjördæmis og gefst gestum tækifæri til að ræða við þá um komandi alþingiskosningar og önnur mál. Frambjóðendur hvetja alla íbúa Þorlákshafnar til að mæta á fundinn sem hefst eins og áður segir kl. 17:30.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.