Hinir árlegu Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar fara fram á laugardaginn, 6. janúar, í Ráðhúsi Ölfuss.
Dagskráin verður fjölbreytt, í senn hátíðleg og poppuð. Þór Breiðfjörð syngur með sveitinni og sirkúsdýrið Sigríður Fjóla sýnir listir við undirleik sveitarinnar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og forsala verður í vikunni á Bæjarbókasafni Ölfuss.