Þórsarar fá Grindavík í heimsókn í fyrsta leik ársins

Fyrsti leikur Þórsara á árinu 2018 fer fram í Þorlákshöfn í kvöld þegar nágrannarnir frá Grindavík mæta í heimsókn.

Þórsarar sitja í 9. sæti Domino’s deildarinnar og Grindavík í 8. sæti. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið sem vilja hvorugt blanda sér í fallbaráttuna.

Nú er tilvalið að byrja nýja árið með alvöru nágrannaslag og hefst leikurinn klukkan 20:00.