Næsta sumar mun Hjálparsveit skáta í Hveragerði sjá um landvörslu og eftirlit í Reykjadal í Ölfusi. Samningur þess efnis varð undirritaður í desember milli Sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðisbæjar og Landbúnaðarháskóla Íslands sem verkkaupa og Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem verksala.
Reykjadalur hefur orðið mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna á seinustu árum. Því er þessi samningur mikið fagnaðarefni þar sem nauðsynlegt er að tryggja góðan aðbúnað og umgengni á svæðinu.