Black Sand Open fór vel fram í afleiddu veðri

Rúmlega 50 kylfingar mættu til leiks í Black Sand Open golfmótið sem fram fór á Þorláksvelli síðastliðinn laugardag.

Veðrið var ekki beint til fyrirmyndar þar sem mikill vindur og haglél herjuðu á golfarana en skorið var mjög gott þrátt fyrir aðstæður.

Benedikt Sveinsson kom í hús á 72 höggum (+1) og vann í höggleik án forgjafar og Elmar Ingi Sighvatsson sigraði punktakeppnina á 37 punktum.

Nánari úrslit má sjá hér að neðan.

Höggleikur án forgjafar
1. sæti – Benedikt Sveinsson 72 högg
Punktakeppni með forgjöf
1. sæti – Elmar Ingi Sighvatsson (37 punktar)
2. sæti – Anton Freyr Karlsson (36 punktar)
3. sæti – Svanur Jónsson (35 punktar)

Nándarverðlaun:
2. braut – Samúel Gunnarsson (271 cm)
10.000 kr. gjafabréf í golfbúðina
5. braut – Hólmar Árnason (163 cm)
Gjafabréf á Ölverk í Hveragerði
8. braut – Svanur Jónsson (479 cm)
10.000 kr. gjafabréf í golfbúðina
11. braut – Adam Örn Stefánsson (290 cm)
Gjafabréf á Hendur í höfn í Þorlákshöfn
14. braut – Enginn á flöt

Mótanefnd vill benda á að hjá sex kylfingum kom villumelding við skráningu skorkorts í tölvukerfi golf.is og því breytist forgjöf ekki fyrr en vandamálið verður leyst með kerfisstjóra GSÍ eftir helgi. Biðjumst við velvirðingar á því.