Digiqole ad

Haddi ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs

 Haddi ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs

Í dag var gengið var frá ráðningu Hallgríms Brynjólfssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks Þórs og þjálfara unglingaflokks. Frá þessu er greint á Facebook síðu Þórs.

„Hallgrímur þekkir vel innviði deildarinnar og strákana í Þór en hann ólst upp í Þorlákshöfn og lék upp alla yngri flokka með Þór og var leikmaður meistaraflokks í mörg ár.“

Hallgrímur þjálfaði síðast meistaraflokk kvenna hjá Njarðvík í Domino’s deildinni og kom þeim í úrslitaleikinn í bikarkeppninni.

„Það er ánægjulegt að fá kappann aftur heim og hlökkum við til samstarfsins,“ segir að lokum í tilkynningu Þórsara.