Ragnar Örn snýr aftur í Þór

Körfuboltamaðurinn Ragnar Örn Bragason er genginn til liðs við Þórsara á nýjan leik en hann skrifaði undir samning við liðið í dag.

Ragnar lék með Þórsurum í Domino’s deildinni í tvö tímabil árin 2015-2016 en á síðasta tímabili lék hann með Keflavík.

„Ég er mjög ánægður að fá Ragnar aftur til liðs við okkur hér í Þorlákshöfn. Hann mun styrkja hópinn okkar og á eftir að vera öflug viðbót við Þórsliðið næsta vetur,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, í samtali við Hafnarfréttir um endurkomu Ragnars.