Þórsarar hafa samið við tvo erlenda leikmenn til að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino’s deildinni í körfubolta.
Nick Tomsick er leikstjórnandi með króatískt vegabréf. Hann spilaði í fyrir Fort Lewis Háskólann í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan árið 2014. Eftir það hefur hann spilað í Þýskalandi, Bretlandi og Króatíu.
Joe Tagarelli er 2 metra strákur sem spilar stöðu miðherja. Hann útskrifaðist frá Quincy háskólanum árið 2017. Joe spilaði í Englandi seinasta vetur og átti þar mjög gott tímabil.
Nick og Joe eiga án efa eftir að styrkja Þórsliðið í vetur og verður spennandi að fylgjast með þeim á parketinu.