Frábærar sólarlagsmyndir Brynju frá Þorlákshöfn

Þorlákshafnarbúinn Brynja Eldon tók þessar frábæru sólarlagsmyndir í Þorlákshöfn miðvikudaginn sólríka og eftirminnilega fyrir tveimur vikum.

„Ég flutti til Þorlákshafnar árið 2015 með fjölskylduna mína úr Reykjavík,“ segir Brynja í stuttu spjalli við Hafnarfréttir.

„Ég hef alla tíð verið að leika mér með hin ýmsu listform, meðal annars ljósmyndun, hönnun, teikningar, málverk og smíði úr rekavið og öðru sem ég finn.“

Brynja Eldon var ein þeirra sem stóðu fyrir „plokkinu“ í Þorlákshöfn fyrr á þessu ári. „Ég er mikið náttúrubarn og hef unnið markvist ásamt annari að fegra umhverfi Þorlákshafnar með að hvetja bæjarbúa til að plokka rusl og hætta að nota einnota plastpoka. Mér er mjög annt um nýja heimabæinn minn Þorlákshöfn,“ segir Brynja Eldon að lokum.

Hægt er að fylgjast með verkum Brynju á Facebook: facebook.com/brynjaeldons