Kæru íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss,
Ég hef ákveðið að draga umsókn mína um starf bæjarstjóra Ölfuss til baka. Ástæðan fyrir því er að ég tel að Elliði Vignisson sé fullkominn í þetta starf. Drífandi og duglegur maður, sem mun berjast fyrir sveitarfélagið með kjafti og klóm. Hann mun einnig verða ómetanlegur í því mikla kynningarstarfi sem í gangi er, til að kynna Ölfus sem frábæran kost til búsetu og atvinnu. Einnig er hann vel tengdur inn í ríkisstjórnina og tel ég það verða okkur til tekna, í því stóra verkefni að fá loksins stórskipahöfn í Þorlákshöfn.
Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér, og aldrei að vita nema að ég muni sækjast eftir bæjarstjóra stöðunni seinna meir, en nú er komið að Elliða.
Rúnar Gunnarsson