Gintautas Matulis til liðs við Þór Þorlákshöfn

Mynd: FIBA

Ekkert lát er á leikmannamálum í herbúðum Þórsara en liðið hefur samið við Litháan Gintautas Matulis um að leika með liðinu næsta tímabil í Domino’s deildinni.

Gintautas er fæddur árið 1986 og hefur leikið allan sinn feril í Litháen. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað stöður 4, 3 og 2 en um er að ræða leikmann með mikla reynslu sem ætti að nýtast vel í ungu liði Þórsara.

Hann spilaði á seinasta tímabili með Nevezis í efstu deild í Litháen en deildin þar í landi er mjög sterk. Nevezis spilaði einnig í Fiba Europe Cup.

Fyrir eru Þórsarar búnir að semja við Ragnar Örn Bragason, Nick Tomsick og Joe Tagarelli til að leika með liðinu í vetur.