Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Þórsarar kepptu þar undir merkjum HSK og stóðu sig mjög vel.
Fannar Yngvi Rafnarsson varð Íslandsmeistari 16-17ára pilta í langstökki og þrístökki. Hann stökk 6,04m í langstökki og 12,67m í þrístökki. Hann varð svo annar í 200m hlaupi þar sem hann bætti eigið HSK-met þegar hann kom í mark á 24,01sek og hann varð líka í 2.sæti í 60m hlaupi þegar hann kom í mark á 7,48sek sem er bæting og hjá honum.
Eva Lind Elíasdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi kastaði hún 11,99m og svo varð hún í 2.sæti í 60m hlaupi á tímanum 8,28 sek.
Artúr Guðnason lenti í 4.sæti í 200m hlaupi á 26,79 sek. sem er bæting og svo var hann áttundi inní úrslit í 60m hlaupi. Þar hlaupa 8 keppendur til úrslita og gerði hann sér lítið fyrir og hljóp sig uppí 5.-6. sæti á tímanum 8,26 sek. sem er bæting hjá honum.
Einnig kepptu Þorbergur Magnússon, Bjarki Óskarsson og Baldur Viggósson Dýrfjörð á mótinu. Þorbergur bætti sig í kúluvarpi og Bjarki bætti sig í 60m hlaupi og 200m hlaupi. Baldur meiddist í 60m hlaupinu þannig að hann keppti því miður ekki meira á mótinu. Íþróttamaður ársins í Ölfusi,
Styrmir Dan Steinunnarson keppti ekki á þessu móti þar sem hann hvílir fyrir stórmót sem er um næstu helgi, Reykjavíkurleikana. Öll úrslit MÍ má sjá hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2201.htm