3.flokkur Ægis að hefja leik á Rey Cup

3.flokkurStrákarnir í 3.flokk Ægis í fótbolta hefja leik á morgun, þann 25.júlí á Rey Cup í Reykjavík.

Mótið fer fram dagana 24-28.júlí og  er alþjóðlegt mót liða í 3. og 4.flokki karla og kvenna.

Auk íslenskra liða verða lið frá Danmörku, Englandi, Kanada og Noregi á mótinu.

Okkar strákar leika í A-riðli með FH, Þrótti R, Sindra, BÍ og sameiginlegu liði Víðis/Reynis.

Við hvetjum sem flesta að mæta og styðja strákana til dáða um helgina.

Hægt er að nálgast frekari upplýsinga á heimasíðu Rey Cup.