Raggi Nat í byrjunarliði Stjörnuleiksins

raggi_nat-1Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikmaður Þórs í körfubolta var kosinn í byrjunarliðið í Stjörnuleik karla sem fram fer 25. janúar næstkomandi.

KKÍ og einfalt.is stóðu fyrir netkosningu í desember á byrjunarliðum karla og kvenna fyrir Stjörnuleikina 2014, en Stjörnuleikshátíðin fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Yfir 3.000 einstaklingar tóku þátt í kosningunni og voru það bestu leikmenn Domino’s deildar karla og kvenna í fyrri hlutanum sem hlutu flest atkvæði í kosningunni.

Mikil skemmtun verður í Schenkerhöllinni þennan dag þar troðslukeppnin og þriggja stiga skotkeppnin verður á sínum stað auk Stjörnuleikjanna beggja.

Byrjunarlið Stjörnuleiks karla:

Icelandair-liðið
Þjálfari Andy Johnston, Keflavík.
Lið: (Keflavík, Njarðvík, Stjarnan, Snæfell, Valur, Skallagrímur)

Leikmenn:
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík ·  594 atkvæði
Michael Craion, Keflavík · 421 atkvæði
Logi Gunnarsson, Njarðvík · 374 atkvæði
Justin Shouse, Stjarnan · 323 atkvæði
Jón Ólafur Jónsson, Snæfell · 294 atkvæði

Domino’s-liðið
Þjálfari Finnur Freyr Stefánsson, KR
Lið: (KR, Grindavík, Haukar, Þór Þ., ÍR, KFÍ)

Leikmenn:
Martin Hermannson, KR · 513 atkvæði
Pavel Ermolinskij, KR · 496 atkvæði
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn · 330 atkvæði
Terrence Watson, Haukar · 256 atkvæði
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík · 215 atkvæði