Stórleikur í Þorlákshöfn í kvöld: Þór – Kelfavík

Í kvöld fer fram mjög mikilvægur leikur fyrir Þórsara í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.

Þórsarar hafa spilað frábærlega að undanförnu og unnið tvo leiki í röð gegn Haukum og Stjörnunni.

Með sigri í kvöld jafna Þórsarar Keflavík að stigum í 8. sætinu en það sæti gefur þáttökurétt í úrslitakeppninni að lokinni deildarkeppni.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en stuðningur á heimavelli skiptir miklu máli.