Olnbogaskotið kært til aga- og úrskurðanefndar KKÍ

Afar ljótt atvik átti sér stað í leik Þórs og Keflavíkur síðastliðinn föstudag þegar Dominique Elliott, leikmaður Keflavíkur, gaf Davíð Arnari Ágústssyni olnbogaskot án þess að dómararnir þrír tækju eftir því.

Nú hefur Elliot verið kærður til aga- og úrskurðanefndar KKÍ vegna þessa brots sem eins og sjá má í spilaranum að neðan var hreinn ásetningur. Frá þessu er greint á Vísi.

Dómaranefnd KKÍ tók ákvörðun um að kæra brotið til aga- og úrskurðanefndar KKÍ eftir að hafa skoðað olnbogaskotið.