Fyrirhugaðar eru endurbætur á álmu Grunnskólans í Þorlákshöfn þar sem tónlistarskólinn er staðsettur.
Verkið var boðið út og bárust tvö tilboð í verkið. Trésmíðar Sæmundar áttu lægsta boð sem hljóðar uppá 19.834.458 kr. en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 18.285.095 kr. Bæjarráð Ölfuss samþykkti samhljóða tilboði Trésmíðar Sæmundar í verkið.
Framkvæmdirnar hefjast 15. maí n.k. og eru verklok áætluð 15. ágúst n.k. en þá hefur allur elsti hluti skólans fengið yfirhalningu.