Frístundakort er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga með lögheimili í Ölfusi.
Tilgangur og markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Ölfusi 6-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag, þjóðerni eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfi.
Forráðamaður getur ráðstafað styrknum til greiðslu á æfinga-/skólagjöldum hjá því félagi, samtökum eða skóla sem barnið æfir hjá. Þá skiptir ekki máli hvort barnið æfir í Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi eða Reykjavík. Það teljum við hjá sjálfstæðisfélaginu Ægi sanngjarna leið fyrir öll börn í sveitarfélaginu.
Margir hafa spurt hvað styrkurinn verði hár, er þetta að skipta máli?
Svarið er einfalt: við viljum byrja í 25.000 kr á barn, það er augljóst mál að það skiptir miklu máli fyrir flestar ef ekki allar barnafjölskyldur. Ef við horfum til annara sveitarfélaga sem bjóða uppá frístundakort sjáum við að iðkun í hvers konar íþrótta-, lista- og tómstundarstarfi eykst gríðarlega og hefur jákvæð áhrif á samfélagið.
Því segjum við settu X við D fyrir öflugra Ölfus!
Þór Emilsson
skipar 8 sæti á lista sjálfstæðisflokksins í Ölfusi