Oddur Ólafsson með Þórs treyjuna sem hann mun klæðast í vetur.
Oddur Ólafsson með Þórs treyjuna sem hann mun klæðast í vetur.

Körfuknattleikslið Þórs hefur fengið góðan liðsstyrk úr Ölfusinu fyrir komandi átök í úrvalsdeilddinni.

Oddur Ólafsson mun spila með liðinu næsta vetur en hann lék með liði Vals í úrvalsdeildinni síðasta vetur en fram að því með Hamri í Hveragerði. Einnig spilaði Oddur nokkur ár í Bandaríkjunum, bæði í menntaskóla og háskóla.

,,Ég þekki ágætlega til í Þorlákshöfn þar sem ég spilaði með sameiginlegu liði Hamars og Þórs meira og minna upp alla yngri flokkana. Ég hef spilað með flestum af þessum strákum og veit því nokkurnveginn að hverju ég geng. Umgjörðin í kringum liðið hefur vakið athygli síðustu tímabil og verður spennandi að koma inn í liðið í minni heimasveit þar sem ég er uppalinn Ölfusingur. Liðið er ungt og sprækt og því spennandi tímar framundan í höfninni,” sagði Oddur í samtali við heimasíðu Þórs um ákvörðun hans að spila með Þór næsta vetur.