Áskorun Benedikts – Dagur 2

grunnskólinn2Kostir Þorlákshafnar (2/10)

Það er ekkert mikilvægara en að hlúa vel að börnunum sínum. Maður gerir allt sem maður getur til að ala þessa skæruliða eins vel upp og mögulegt er.

Það er samt þannig að foreldrar geta það ekki einir og sér og það eru töluvert fleiri sem koma beint eða óbeint að uppeldinu. Þar spilar skólinn stóra rullu. Mín reynsla af kennurum skólans er einfaldlega þessi: Þeir eru í hæsta gæðaflokki. Ég gæti ekki verið ánægðari. Skólastjórnendur, starfsfólk og kennarar skólans fá mín bestu meðmæli enda skólinn virkilega góður á landsvísu.

skotubotin01Það er frábær mórall á meðal starfsfólks og það skilar sér til krakkanna. Þeir nemendur sem þurfa stuðning fá svoleiðis. Fyrir utan námið sjálft er svo margt annað í gangi. Tónlist er áberandi í starfinu. Krakkarnir fá danskenslu og ýmislegt annað sem gerir skólann eins góðan og raun ber vitni. Það er of langt mál að telja upp allt það góða í skólanum.

Skólinn er eitt af trompum sveitarfélagsins.

Fyrir ykkur sem finnst gaman a kíkja á ströndina þá ættuð þið að skella ykkur til Þorlákshafnar á ströndina hér. Þessi frábæra strönd er bara 30 mínútum frá Reykjavík. Fékk þessa mynd frá meistara Júlla.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn