Fimleikanámskeið fyrir börn í júní

fimleikar01Í júní mun Fimleikadeild Þórs bjóða upp á tvö sumarnámskeið í fimleikum fyrir börn fædd árið 2003- 2007 (börn fædd árið 2008 sem hætt eru í leikskólanum eru líka velkomin). Fyrra námskeiðið hefst 16. júní og seinna námskeiðið hefst 30. júní.

Hvort námskeið um sig er 8 skipti og er frá kl. 10-12, mánudaga-fimmtudaga í Íþróttamiðstöðinni. Námskeiðið kostar 6.500 kr.

Námskeiðið er opið fyrir alla og er ekki nauðsynlegt að hafa verið í fimleikum áður. Farið verður í grunnæfingar fimleika, styrktar- og liðleikaæfingar, grunnæfingar í dansi, ásamt því að fara í leiki og brjóta upp æfingarnar með ýmsu móti. Fyrirhugað er að hafa eina útiæfingu á hvoru námskeiði, þegar vel viðrar, og eru þá allir velkomnir að sjá hvað búið er að æfa á námskeiðinu.

Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Hólmfríður Fjóla. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá lindaoskth@hotmail.com. Skráning á fyrra námskeiðið er til 6. júní og skráning á seinna námskeiðið er til 20. júní.