Landsliðsmennirnir gáfu eiginhandaráritanir – myndir

WP_20140602_006
Krakkarnir fengu myndir af sér með leikmönnum og hér er ein stúlka á mynd með Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Tottenham.

Karlalandslið Íslands í fótbolta lauk í morgun seinni æfingu sinni í Þorlákshöfn en liðið æfði í gær og í dag við frábærar aðstæður á Þorlákshafnarvelli.

Ungir Þorlákshafnarbúar mættu á völlinn til að berja stjörnurnar augum og fylgdust með æfingum liðsins. Leikmenn Íslands gáfu sér síðan góðan tíma til að gefa krökkunum eiginhandaráritanir.

Meðfylgjandi myndir tóku Össi og Garðar á æfingunni í gær.