Míla og TRS á Selfossi munu á næstu dögum hefja lagningu Ljósveitu í Þorlákshöfn en Ljósveitan er háhraðanet frá Mílu. Áætlað er að lagningu til allra heimila í Þorlákshöfn verði lokið í haust.
Áður hefur verið greint frá að Gagnaveita Reykjavíkur mun hefja lagningu ljósleiðara á þessu ári í Þorlákshöfn og því má segja að samkeppni sé komin í háhraðanetsþjónustu í bænum.
Munurinn á þjónustu þessara tveggja fyrirtækja er sá að Míla býður uppá internet tengingu úr íbúðarhúsi og í götuskápa sem tengdir eru ljósleiðara en Gagnaveitan tengir ljósleiðara beint í hvert íbúðarhús sem gefur meiri internethraða. Ljósveitan frá Mílu býður uppá allt að 50 mb/s í niðurhal og 25 mb/s í upphalshraða en Ljósleiðarinn frá Gagnaveitu Reykjavíkur er 100 mb/s bæði í niður- og upphalshraða.