Tölvum og áfengi stolið á Hafinu Bláa

Hafið Bláa innbrotBrotist var inn í veitingastaðinn Hafið bláa við Óseyrarbrú snemma í morgun og þaðan stolið fartölvum og áfengi.

Innbrotsþjófurinn braut gler til að komast inn á staðinn eftir að hafa reynt að brjóta upp hurðina án árangurs. Hurðin skemmdist þó við atganginn.

Þjófurinn reif niður öryggismyndavél fyrir utan staðinn en náðist þó á mynd inni á veitingastaðnum en myndina af manninum má sjá hér til hliðar.

Þeir sem þekkja til mannsins geta haft samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010 eða Hafið bláa í síma 483-1000.