Englar og menn í Strandarkirkju

fedgar_01Laugardaginn 19. júlí munu feðgarnir Bergþór Pálsson og Bragi Bergþórsson gleðja gesti Strandarkirkju í Selvogi með söng sínum á þriðju tónleikum tónleikaraðarinnar Englar og menn sem fer fram í Strandarkirkju alla laugardaga í júlí.

Á tónleikunum munu hljóma sönglög Inga T. Lárussonar. Meðleikari feðganna verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Athygli er vakin á því að þessir tónleikar hefjast kl. 14.30 eða hálftíma síðar en aðrir tónleikar hátíðarinnar.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Strandarkirkjunefnd. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum.